top of page
Fall Foliage

Umsagnir

Umsagnir: Testimonials

Ég ákvað að panta tíma í markþjálfun hjá Ágústu. Um var að ræða vinnu tengda markþjálfun, til að ég gæti masterað skipulagið í vinnunni betur í kringum verkefni, tímastjórnun og bæta framleiðni. Ágústa virðir trúnað, er fagleg og spurði mig réttu spurninganna þannig að ég gæti fundið leiðir sem ég var tilbúin að fara. Ég er mjög ánægð með þá tíma sem ég sótti. Andrúmsloftið var óþvingað og þægilegt, hún átti auðvelt með að kippa mér niður á jörðina og fá mig til að gera markmið mín raunhæf. Ég á eflaust eftir að leita til hennar aftur.

Ég tók nokkra tíma í markþjálfun hjá Ágústu haustið 2020, ég fékk því miður aldrei að hitta hana þar sem allir fundirnir voru á zoom. Við unnum saman að nokkrum markmiðum sem ég hef gengið með í maganum. Með réttu spurningunum hjálpaði hún mér að fá skýrari sýn, og ég áttaði mig á því að það er ekki hægt að ætla að borða allan fílinn í einu og gefast svo upp þegar það gengur ekki eftir. Eftir hvern tíma varð ég jákvæðari og krafmeiri og vinn nú einbeittari að markmiðum mínum. Ég mæli hiklaust með henni Ágústu.

Þórgunnur Jóhannsdóttir

Olga Eleonora Marcher Egonsdóttir

Eftir aðeins einn tíma í markþjálfun hjá Ágústu var svo ótrúlega margt mikið skýrar. Markmiðið mitt varð skýrara og allt í einu var ekki óyfirstíganlegt að ná því. Ágústa hjálpaði mér að koma röð og reglu á hugmyndir mínar og hvernig ég ætti að vinna að því að ná markmiði mínu. Ekkert markmið er of lítið og ekkert of stórt. Það er virkilega hvetjandi, sjálfseflandi og spennandi að fara í markþjálfun hjá Ágústu. Ég mæli með því fyrir alla!

Ég leitaði til Ágústu þegar ég var á krossgötum varðandi framtíðina og hvað mig langaði í raun að læra og vinna við. Þurfti ekki marga tíma og hún hjálpaði mér að finna mína leið og ég er á leiðinni í nám eftir áramót. Yndisleg, jákvæð og peppandi.

Stella Guðrún Ellertsdóttir

Ása Guðrúnardóttir

bottom of page