top of page
Search

Dillar þú skottinu í gegnum daginn?

Ég segi stundum að lífið ætti að vera eins og spenntur hundur. Hann dillar skottinu yfir stóru sem smáu. Jafnvel að allur líkaminn kastist til því að hann er svo ánægður. Það þarf ekki eitthvað stórt eða óvenjulegt til þess að hann sé svona kátur. Hversdagslegir hlutir sem eru gerðir alla daga kalla fram þessa gleði hjá hundinum. Göngutúrar, matur, klapp, uppáhalds dótið og þegar þú kemur heim úr vinnunni. Að finna ánægjuna í hversdagslegu hlutunum er eins og ég vil lifa lífinu mínu.


Þegar þú vaknar er munur hvort á því þegar þér finnst hafragrauturinn geggjaður og þú ert spennt/ur að borða gráan grautinn, jafnvel búin/nn að setja banana og hnetusmjör út á hann til þess að hann sé einstaklega góður. Eða hvort að þér finnist að hafragrauturinn sé bara næringin sem þú þarft að fá þér á morgnana til þess að komast í gegnum vinnudaginn, grár, litlaus og óspennandi. Tókst þú eftir muni á þínum hugsunum og tilfinningum af því að lesa þessa stuttu málsgreinar með mjög mismunandi tóni? Þessi fyrsta hugsun eða aðgerð að morgni getur verið sú sem setur tóninn fyrir daginn.


Hvernig get ég farið í gegnum alla daga eins og hundur sem dillar skottinu af spenningi?


Einfaldlega svarið er að lifa lífinu og ekki láta hversdaginn rúlla áfram án þess að taka þátt í honum af fullri athygli.


Fyrir mig persónulega þarf ég að hafa skýra framtíðarsýn. Ég veit hvað ég vil og að hverju ég stefni að. Einnig veit ég hvaða skref ég þarf að taka til að þetta markmið verði að veruleika og vinn að því að láta það verða að veruleika. Það að kalla fram skýra framtíðarsýn getur stundum flækst fyrir manni, það er svo margt sem truflar og tekur frá manni orkuna. Sem eru oft minni fyrirstöður en okkur finnst á hverjum tíma. Einnig getur stundum verið erfitt að stefna að framtíðarsýninni ef hún er ekki nógu skýr.


Eitt af því sem markþjálfi hjálpar markþegum sínum er að skýra framtíðarsýn þeirra. Hjálpar markþega að skipuleggja skrefin að þeim markmiðum sem færa hann nær framtíðarsýninni.

Með skýrari framtíðarsýn er hversdagurinn skemmtilegri og dagarnir eru líkari því að ég sé eins og hundur að dilla rófunni.






102 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page