Hver er ég?

GLEÐI - ORKA - EINLÆGNI

Ég er sveitastelpa frá Vestfjörðum. Þangað fer ég reglulega til þess að njóta með fjölskyldu, dýrum og náttúrunni. Mitt aðaláhugamál er að fljúga svifvæng (e. paraglider) og ég stefni að því að verða heimsmeistari í þeirri íþrótt. Ég elska fjölbreytta útivist og finnst rosalega gott að vera í tengingu við náttúruna og vil verja þar sem mestum tíma. Að sama skapi er ég lítið fyrir ys og þys stórborga, en ég hef gaman af tónlist og leiklist og spila á nokkur hljóðfæri. 

 

Ég er menntaður rafvirki og hef unnið sem slíkur í fjölda mörg ár. Ég er með BA gráðu í fjölmiðlafræði og meistaragráðu sem MPMari, eða Master of Project Management. Ég hef gaman af því að læra eitthvað nýtt og reyni að vera alltaf að forvitnast og fræðast um það sem verður á vegi mínum í lífinu.

Sumarið 2020 lenti ég í alvarlegu slysi, þar sem ég braut á mér bakið og skaddaði mænuna. Með mikilli endurhæfingu tókst mér að læra að ganga aftur, jafnt og þétt jókst styrkur og jafnvægi og innan átta mánaða var ég farin að ganga að mestu án hjálpartækja. Ég tók þessu alvarlega slysi sem stóru verkefni sem ég ætlaði að leysa af hendi eins vel og ég mögulega gæti. Oft voru erfiðir tímar en sigrarnir voru sætir. Með þrautseigju, lífsgleði og auðvitað markþjálfun tókst mér að ná ótrúlegum árangri í bata í átt að bættum lífsgæðum.

 

Ég hef fjölbreyttan bakgrunn og ég hef alltaf verið óhrædd við að prófa nýja hluti og stíga út fyrir þægindarammann til þess að öðast frekari færni. Ég á einnig gott með að hlusta á fólk og sýna því hluttekningu. Allt frá því að ég var ung stúlka hafa ungir jafnt sem aldnir leitað til mín eftir ráðleggingum og spjalli. Hefur þetta lítið breyst með árunum. Ég tek öllum þeim sem vilja ræða við mig með opnum örmum. 

Ég lærði markþjálfun árið 2020 hjá Profectus og er í dag viðurkenndur markþjálfi. Ég býð upp á markþjálfunartíma í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Þar sem ég er sjálf utan af landi finnst mér gott að geta boðið fólki upp á þjónustu mína án þess að staðsetning hafi áhrif.

Með aðstoð markþjálfunar hef ég styrkt kraftinn innra með mér og er framtíðarsýn mín enn skýrari en áður. Mitt markmið er að kynna markþjálfun fyrir sem flestum og hjálpa þér til þess að verða besta útgáfan af sjálfum þér. 

Ég hlakka til að heyra frá þér!

J'on minni textiekkert hvítt.png