Sat on the Rocks

Hvað er markþjálfun?

Finndu kraftinn innra með þér

Í markþjálfun horfum við fram á veginn og einbeitum okkur að því hvert við viljum fara og hvað við viljum gera. Þannig hjálpar markþjálfi markþega að skýra framtíðarsýn sína svo að hann geti hámarkað árangurinn sinn.

Markþjálfi spyr markþega spurninga sem aðstoða hann í að finna hvað hann raunverulega vill. Hvort sem það er að skýra sýn á tímamótum, bæta skipulag í núverandi stöðu eða finna hvert sé rétt næsta skref. 

Einnig hjálpar markþjálfi markþega að finna sín persónulegu gildi og búa til persónulega stefnumótun út þeim. 

Markþjálfi er ekki ráðgjáfi og ekki sálfræðingur. Markþjálfi er til staðar fyrir markþega og hjálpar markþega að eiga innri samræður. Markþjálfi getur verið á sama tíma hvetjandi og styðjandi.

Í upphaf markþjálfunarsamtals gerir markþjálfi og markþegi samkomulag um samstarfið. Fullur trúnaður ríkir milli markþega og markþjálfa.