top of page
Search

Þarftu þess? Eða viltu það?


Þessar tvær spurningar eru mjög mikilvægar í markþjálfun.


Munurinn á að þurfa og vilja.


 

Ef við horfum á klassískt dæmi sem við mörg könnumst vel við. Aukakílóin.


Prófaðu að segja „ég þarf að léttast um 10 kíló“ - taktu eftir því hvaða tilfinningar, kraftur eða hugsanir koma með því að segja þetta.


Prófaðu nú að segja „ég vil léttast um 10 kíló“ - hvaða hugsanir, tilfinningar og kraftur kemur fram núna? Er eitthvað öðruvísi?


Ef þú kæmir til mín í markþjálfun og segðir að þitt markmið væri að léttast um 10 kíló, þá myndi ég spyrja þig: Viltu það eða þarftu þess?


Að þurfa að gera eitthvað er erfiðara en að vilja gera eitthvað.


Að þurfa að gera eitthvað þá þarftu skipulag, þrautseigju og sjálfstjórn. Sem eru allt góðir eiginleikar. En það getur verið erfitt að halda sér við efnið ef það er ekki raunveruleg löngun á bak við markmiðið.


Þegar maður vill eitthvað þá er maður strax kominn með mikinn meðbyr með sér. Ég vil vakna á morgnana og fara út að hlaupa. Ég ætla að léttast um 10 kíló.


Stundum þegar markþegi svarar spurningunum þarftu þess eða viltu það, þá er svarið oft á þessa leið. „Ég held að ég þurfi þess en ég vil það ekki endilega. Það sem ég raunverulega vil er að fara í sund með fjölskyldunni minni og njóta án þess að spá í þessum 10 kílóum sem ég tel mig þurfa að missa“.


AHA!


Ertu þá að segja að þú viljir geta farið sjálfsörugg/ur í sund og notið þess án þess að hugsa um líkamlegt útlit?


 

Hvað er það sem þú raunverulega vilt?





27 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


Post: Blog2_Post
bottom of page