top of page
Mountain Peak

Ég býð upp á markþjálfun í gegnum fjarfundarbúnað. Markþjálfunin mín hentar öllum sem vilja virkja kraftinn innra með sér og verða betri útkoma af sjálfum sér. Ég hef unnið með listamönnum, íþróttafólki, sérfræðingum og fólki úr flestum stéttum atvinnulífsins. Ef þú vilt bæta þig í því sem þú ert að gera í dag eða vilt ná einhverju nýju markmiði þá get ég aðstoðað þig.

Heim: Welcome
Sat on the Rocks

Hvað er markþjálfun?

Finndu kraftinn innra með þér

Í markþjálfun horfum við fram á veginn og einbeitum okkur að því hvert við viljum fara og hvað við viljum gera. Þannig hjálpar markþjálfi markþega að skýra framtíðarsýn sína svo að hann geti hámarkað árangurinn sinn.

Í markþjálfun er notast við kraftmiklar spurningar sem aðstoða við vitundarsköpun.

Einnig hjálpar markþjálfi markþega að finna sín persónulegu gildi og búa til persónulega stefnumótun út þeim. 

Heim: About

Umsagnir

Ef þú vilt vita meira um markþjálfun þá endilega sendu mér línu

Heim: Testimonials

Ég ákvað að panta tíma í markþjálfun hjá Ágústu. Um var að ræða vinnu tengda markþjálfun, til að ég gæti masterað skipulagið í vinnunni betur í kringum verkefni, tímastjórnun og bæta framleiðni. Ágústa virðir trúnað, er fagleg og spurði mig réttu spurninganna þannig að ég gæti fundið leiðir sem ég var tilbúin að fara. Ég er mjög ánægð með þá tíma sem ég sótti. Andrúmsloftið var óþvingað og þægilegt, hún átti auðvelt með að kippa mér niður á jörðina og fá mig til að gera markmið mín raunhæf. Ég á eflaust eftir að leita til hennar aftur.

Þórgunnur Jóhannsdóttir

  • Hver tími fer í gegnum Google Meet


    1 hr

    12.900 íslenskar krónur
  • Hefðbundin markþjálfun sniðin eftir þínum markmiðum og þörfum


    1 hr

    12.900 íslenskar krónur
  • Markþjálfun fyrir fyrirtæki, hópa, lið eða hvaða teymi sem er.


    1 hr

    Eftir samkomulagi
Heim: Bookings Widget
J'on minni textiekkert hvítt.png

Hver er ég?

GLEÐI - ORKA - EINLÆGNI

Ég lærði markþjálfun árið 2020 hjá Profectus og er í dag viðurkenndur markþjálfi og meðlimur hjá International Coach Federation. Ég býð upp á markþjálfunartíma í gegnum fjarfundarbúnaðinn Zoom. Þar sem ég er sjálf utan af landi finnst mér gott að geta boðið fólki upp á þjónustu mína án þess að staðsetning hafi áhrif.

Ég er sveitastelpa frá Vestfjörðum. Þangað fer ég reglulega til þess að njóta með fjölskyldu, dýrum og náttúrunni. Einnig er ég menntaður rafvirki og hef unnið sem slíkur í fjölda mörg ár. Ég er með BA gráðu í fjölmiðlafræði og meistaragráðu sem MPMari, eða Master of Project Management.  Hins vegar er mín aðal ástríða að fljúga á svifvæng og mitt stóra markmið er að verða heimsmeistari í þeirri íþrótt. 


Ég hef fjölbreyttan bakgrunn og ég hef alltaf verið óhrædd við að prófa nýja hluti og stíga út fyrir þægindarammann til þess að öðast frekari færni. Ég á einnig gott með að hlusta á fólk og sýna því hluttekningu. Allt frá því að ég var ung stúlka hafa ungir jafnt sem aldnir leitað til mín eftir ráðleggingum og spjalli. Hefur þetta lítið breyst með árunum. Ég tek öllum þeim sem vilja ræða við mig með opnum örmum. 


Með aðstoð markþjálfunar hef ég styrkt kraftinn innra með mér og er framtíðarsýn mín enn skýrari en áður. Mitt markmið er að kynna markþjálfun fyrir sem flestum og hjálpa þér til þess að verða besta útgáfan af sjálfum þér. 

Ég hlakka til að heyra frá þér!

Heim: About
Heim: Instagram

Sendu mér fyrirspurn

  • Viltu vita meira um markþjálfun?

  • Viltu bóka fyrsta tíma?

  • Eða hvað sem er

Instagram: as.marktjalfun

  • Facebook
  • Instagram

Thanks for submitting!

Heim: Contact
bottom of page