top of page
Mountain Peak

Ég býð upp á markþjálfun í gegnum fjarfundarbúnað. Markþjálfunin mín hentar öllum sem vilja virkja kraftinn innra með sér og verða betri útkoma af sjálfum sér. Ég hef unnið með listamönnum, íþróttafólki, sérfræðingum og fólki úr flestum stéttum atvinnulífsins. Ef þú vilt bæta þig í því sem þú ert að gera í dag eða vilt ná einhverju nýju markmiði þá get ég aðstoðað þig.

Heim: Welcome
Sat on the Rocks

Hvað er markþjálfun?

Finndu kraftinn innra með þér

Í markþjálfun horfum við fram á veginn og einbeitum okkur að því hvert við viljum fara og hvað við viljum gera. Þannig hjálpar markþjálfi markþega að skýra framtíðarsýn sína svo að hann geti hámarkað árangurinn sinn.

Í markþjálfun er notast við kraftmiklar spurningar sem aðstoða við vitundarsköpun.

Einnig hjálpar markþjálfi markþega að finna sín persónulegu gildi og búa til persónulega stefnumótun út þeim. 

Heim: About

Umsagnir

Ef þú vilt vita meira um markþjálfun þá endilega sendu mér línu

Heim: Testimonials

Ég ákvað að panta tíma í markþjálfun hjá Ágústu. Um var að ræða vinnu tengda markþjálfun, til að ég gæti masterað skipulagið í vinnunni betur í kringum verkefni, tímastjórnun og bæta framleiðni. Ágústa virðir trúnað, er fagleg og spurði mig réttu spurninganna þannig að ég gæti fundið leiðir sem ég var tilbúin að fara. Ég er mjög ánægð með þá tíma sem ég sótti. Andrúmsloftið var óþvingað og þægilegt, hún átti auðvelt með að kippa mér niður á jörðina og fá mig til að gera markmið mín raunhæf. Ég á eflaust eftir að leita til hennar aftur.

Þórgunnur Jóhannsdóttir